Úff... hjólaslys

ÆÆ.... Kristrún stóra systir hringdi kl. 14:30 og varbúin að vera með Ingibjörgu, hinni stóru systur minni, uppá slysó frá því á hádegi því sonurinn var líklega brotinn og bramlaður eftir að hafa dottið illa þegar hann var að gera hjólalystir með allskonar stökkum og snúningum.

Vinum hans sem voru að hjóla með honum, leist ekkert á blikuna og hringdu strax í 112 og svo hringdi sjúkraflutningamaðurinn í systir mína í vinnuna og sagðist vera á leið uppá spítala með drenginn í sjúkrabíl. Úff... þvílíkt áfall. Þar sem stóru systur mínar eru að vinna saman þá brunuðu þær uppá slysó til að taka á móti barninu. Svörin sem þær fengu þar, eru að líklega er hann kinnbeinsbrotinn, kannski kjálkabrotinn og handleggsbrotinn. Hann var sendur í myndatöku og skanna og svörin koma síðar í dag.

Þetta fékk hrikalega á mig því síðasta haust var minn strákur að hjóla á leið í íþróttir, en á leiðinni klessti hann á klett og rotaðist. Þegar hann rankaði úr rotinu labbaði hann heim með hjólið allt skagt og klesst og þegar hann kom inn þá leið yfir hann í fangið á okkur um leið og við opnuðum dyrnar. Alblóðugur með stórt gat fyrir neðan nefið og greinilega í losti. Hann veit ekki enn hvernig hann komst heim, því hann man ekkert eftir því, nema hann mætti tveimur krökkum á leiðinni og þau bara horfðu á hann. Upp á spítala var brunað í hendingskasti. Þar var hann saumaður í vörina að innan og utan, það var gat í gegn. Síðan var drengurinn settur í skanna frá höfði og niðurúr.

Sem betur fer var hann ekkert brotinn en var með heilahristing og við gistum spítalann um nóttina.

IMG_0176

Munið bara að nota hjálminn og nota hann rétt. Ef hann hefði ekki notað hann þá hefði hann höfuðkúpubrotnað. Því miður tókum við ekki mynd af hjálminum en það var stór sprunga í honum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband