Jæja, ég skil ekkert í þessari verslunarmannahelgi. Allir í fríi nema verslunarfólk. Allt verslunarfólk að vinna á laugardeginum og heppni ef það fær frí á sunnudeginum. Svo er ekki bara verslunarfólk sem á frí á mánudeginum, frídegi verslunarmanna, heldur bara ALLIR.
Svo er best að ég haldi áfram fyrst ég er að fetta fingur út í þessa helgi. Sniðugast fyndist mér að færa helgina fram um ca. einn mánuð því það er nú bara oft komið skíta veður um versl.m.helgina.
Talandi um skítaveður... Eitt sumarið fórum við fjölskyldan í Vatnaskóg um verslunarmannahelgi eins og svo oft áður. Um nóttina svaf frúin ekki dúr vegna kulda og hélt nú að aldurinn væri að færast yfir með kuldahrolli. Fór í kuldagallann ofaní svefnpokann, en ekkert dugði. Gerði tásu og fingra leikfimi ofaní pokanum til að vinna í mig hita. Þetta gerði ekkert gagn. Svo tékkaði frúin á nefjum annarra fjölskyldumeðlima og öllum var ískalt. Þetta var þá kannski ekki bara ég? Um morguninn sá ég þó nokkra skríða út úr bílunum sínum og höfðu þeir sofið þar um nóttina vegna kulda. Mikið var ég fegin, eða þannig sko, þetta var ekki bara ég. Og viti menn, hitamælarnir höfðu sýnt -2°C um nóttina. Ekki nema von að frúin svaf ekki. Það var kaldara en í ísskáp! Ári seinna voru allflestir komnir í "hýsi" sumsé tjaldvagna og fellihýsi.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
335 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega gleðst ég yfir því að þú sért farin að blogga mín kæra. Það er svo margt gott og skemmtilegt sem fer um höfuðið á þér að það er algerlega þess vert að deila því með umheiminum!
Hlakka til að lesa öll bloggin
kveðja, Arna
arna (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.