Færsluflokkur: Matur og drykkur
Á morgun, 28. janúar verður stóri strákurinn minn 16 ára, og hann er svo stór að hann slagar hátt uppí 190cm. Þetta er algjör dugnaðarforkur og mamman að sjálfsögðu voða stolt af honum.
En er þá ekki bara kominn tími á uppskrift.
Heima hjá mér er þetta uppáhalds afmæliskakan:
Súkkulaðikaka:
1 1/2 bolli sykur
125 gr. smjörlíki
2 egg
1 tsk. lyftiduft
1tsk. sódaduft
1/2 tsk. salt
2 1/2 msk. bökunarkakó
1 bolli súrmjólk
1 tsk. vanilludropar
2 1/2 bolli hveiti
Smjör og sykur þeytt létt og ljóst, síðan eggin eitt og eitt í einu, svo rest af blautum efnum. Síðast er öllum þurrefnum bætt við og hrært mjög varlega. Bakist á ca 175°C aðeins neðar en í miðjum ofni i ca 15-20 mín.
Þetta eru 2 stórir þéttir botnar.
Krem á milli:
300 gr. flórsykur
2 mtsk. kakó
150 gr. smjörlíki
1/2 tsk.. vanilludropar
1 egg
allt þeytt vel saman, ef kremið er svakalega þykkt, þá er 1 mtsk. af sjóðandi heitu vatni bætt við.
Krem ofaná:
125 gr suðusúkkulaði
150 gr. Flórsykur
75 gr. smjör
1 egg
Bræðið súkkulaði og smjörlíki við vægan hita.
hrærið saman egg og flórsykur og bætið svo súkkulaðismjörinu saman við og hrærið vel.
Nammmmmiiiii.......
Matur og drykkur | 27.1.2009 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jæja, það er algjörlega kominn tími á eina uppskrift eða svo.
Ég er svo heppin að eiga pabba sem er alveg að fíla sig í tætlur við að baka, og við systkynin njótum góðs af, alskonar randabrauð og smákökur sem hann töfrar fram.
En hér kemur mín uppáhalds fyrir jólin
SÚKKULAÐIBITASMÁKÖKUR
300 gr. smjör
1 1/2 bolli púðursykur
1 bolli sykur
3 egg
3 tsk vanilludropar
3 bollar + 6 mtsk. hveiti
1 1/2 tsk salt
1/2-1/4 tsk lyftiduft
4 1/2 bollar grófsaxað suðusúkkulaði = 4 1/2 plata
3 bollar saxaðar hnetur (sem ég sleppi)
Hita ofninn í 180°C,
Þeyta saman smjör, púðursykur og sykur létt og ljóst.
síðan bæta við eggjum og vanilludropum, seinast allt þurrefni og súkkulaði.
Setjið með teskeið á smjörpappír (eða matskeið ef þið viljið risa smákökur:)
Bakið í 15 mín.
Mmmmm........
Matur og drykkur | 3.12.2008 | 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hér kemur ein auðveld og bragðgóð helgarkaka. Fékk uppsriftina frá henni Unni
Eplakaka
125 gr. Hveiti
125 gr. Sykur
125 gr. Smjör
1 egg
1 epli (helst gult/grænt) 1/2 raspað útí deigið 1/2 í þunnar sneiðar ofaná
1/2 tsk lyftiduft
1/2 bolli rúsínur (sem ég reyndar sleppi)
Hita ofn i 200°c, 1/2 epli raspað og öll hin efnin sett í skál og blandað vel, allt sett í lítið hringlaga form. 1/2 epli skorið í þunnar sneiðar raðað ofaná. bakist í 30-40 mín. í miðjum ofni. Þegar kakan er tekin út er miklum kanilsykri stráð yfir alla kökuna (mikilvægt að gera það strax)
Borin fram heit eða köld með ís eða rjóma og góðu kaffi með
Matur og drykkur | 25.10.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hún Dóra Lára vinkona mín er farin að setja ýmsar auðveldar og skemmtilegar uppskriftir á bloggið sitt og er ég að hugsa um að herma eftir henni.
Hér kemur uppskrift frá konu sem við þekktum báðar, en það er hún Rúna Ráð (ráðskona í Kaldárseli í tugi ára)
Rúnu Flatkökur:
8 bollar hveiti Blanda öllum þurrefnum saman
3 tsk. salt Síðan sjóðandi vatninu
2 tsk. sódaduft Hnoða allt vel saman, ekki mjög lengi samt
6 bollar sjóðandi vatn Sett í rúllur/lengjur
4 tsk. lyfitduft skorið í litla bita sem eru síðan flattir út mjög þunnt
og steikt á eldavélahellu. Pikkað með gaffli meðan steikt er.
Ef þú ert ekki með eldavélahellu eins og gömlu góðu eldavélarnar, þá notar þú pönnukökupönnu.
Matur og drykkur | 24.10.2008 | 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
3 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar