Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Sjálfhreinsibúnaður

Eitthvað svipað og sjálfslökkvibúnaðurinn sem ég lét í sjónvarpið. Vildi óska að tölvan hefði svona sjálfhreinsibúnað. Þegar allt of mikið af rusli og dánlóti er búið að safnast saman í einni  tölvu gefst hún upp...  ég hef ekki komist á netið í nokkra daga. Devil Fjölskyldan í rusli.Crying "þeir" hljóta að fara að finna upp eitthvað sem fer bara í gang í tölvunni þegar ruslið er orðið of mikið. Þessir "þeir" Cooleru nú svo hrikalega klárir að það 1/2 væri nóg. Ég er nefnilega ekki eins klár í tölvuhreinsun og "þeir" ég þarf alltaf aðstoð ef tölvan er eitthvað með leiðindi.

Ég er nú samt svo heppin að ég er með rauða neyðarlínu í símann hjá einum svona "þeir" kalli. Hann kom bara alveg á handahlaupum þegar kallið kom og reddaði þessu á nóinu.

En ég er komin með leyniplan... Ég ætla að senda strákana mína í tölvugúrúaskóla svo þeir geti aðstoðað mömmu gömlu í ellinni að flikka upp á tölvugreyið, eða bara "láta" þá finna upp svona sjálfhreinsibúnað...Wink

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband